Endurbætt braut í Ólafsvík

Brautin í Ólafsvík er orðin keppnisfær, búið að bæta við stökkpöllum, tekniskum og krefjandi, samt ættu allir að ráða við þá.  Búið að setja 400 rúmmetra af leir í brautina.  Hin fræga grjótbeygja er horfin og komin ekta SuperCross beygja í staðin.  Endapallur mun stærri og öruggari.  Firsta  beygja eftir start breikkuð svo allir komist fyrir.  Brautin örugglega sú skemmtilegasta í Evrópu.  Mótocross fíklar hvattir til að skrá sig í Bikarkeppnina sem verður þann 19 Maí. Komið ef þið þorið.