Eldra heyrst hefur…
31.05.01 …að heyrst hefur af erlendur kvennkeppandi sé á leið til landsins og hafi boðað þáttöku sína í Enduróið 16. Júni.
31.05.01 …að ekki sé meira vitað að svo stöddu…
31.05.01 …að Ísland sé að verða „HEITT“ í off-road heiminum.
31.05.01 …að líklega líki einhverjum það….
31.05.01 …að líklegt sé að þetta sé bara lognið á undan storminum.
31.05.01 …að Edison hafi fundið upp ljósið, Lúcas hinn breski myrkrið og Steini Tótu hjólið….
31.05.01 …að sést hafi til Ragga á leið í Herjólf á fimmtudagsmorgun.
31.05.01 …að Helgi Valur fari með sömu ferð á KTM rútunni .
31.05.01 …að Joe Colombero Racer-X penni hafi ekki haldið vatni yfir splunkunýju KTM 250 SXinu og hafi viljað sofa hjá því í nótt.
31.05.01 …að hann ætli að fljúga til Eyja í fyrramálið til að tilkeyra hjólið og skoða brautina.
31.05.01 …að Team KTM sé kallað „Charlies Angels“ meðal gárunganna.
31.05.01 …að Viggó sé helíllur fyrir helgina.
31.05.01 …að Einar fái að sofa hjá hetjunni sinni Tom Webb í Lambhaga og sé að leita af tvöföldum poka….
26.04.01 …að Viggó hinn hraðskreiði sást keyra úr Herjólfi með alls 7 mótorhjól í eftirdragi 3 KTM, 3 Yamaha og eitt Suzuki. Eyjapeyjar hlakka til að sjá Viggó takta á morgun.
24.05.01 …að Arnór Hauksson (Yamaha Hauksson) sé farin að nálgast gömlu sleggjuna og taki fljótlega fram úr pabba sínum. Annaðhvort heldur þetta Hauki við efnið eða Arnór sprengir fram úr Hauknum.
22.05.01 …að Viggó sé byrjaði að vinna (ekki sigra) í Vestmannaeyjum. Réð sig þangað fram að keppni.
22.05.01 …að Valdi Verðandi hefur náð meiri árangri í kúplinga morðum en sögur fara af. Heims, Evrópu og Íslands meistarar liðinna ára hafa skipt um kúplingar í KX250 einu sinni á ári, „af því bara“ með ProCircuit vélar og alles. Valdi er búinn með tvær á einum mánuði!!! og keyrir samt jafnhratt á 125unni.
22.05.01 …að Hanni hafi ekki komið á óvart í Ólafsvík. Hann(i) hafi verið hættulegur miklu fleirum en sjálfum sér!
21.05.01 …að Finnur bóndi hafi náð þeim einstaka árangri að verða bensínlaus í sinni annarri keppni í röð á Ólafsvík um helgina…
21.05.01 …að Jón Magg hafi keyrt á traktor á leiðinni heim og að JHM trukkurinn sé stórskemmdur, ef ekki ónýtur…
21.05.01 …að endurtalning á niðurstöðunni úr crossinu á Ólafsvík fari nú fram á Florida og úrslita sé að vænta um eða eftir Verslunarmannahelgi…
21.05.01 …að verið sé að blanda 100 oct + á hjólin hjá Gumma Sig og Helga Val.
21.05.01 …að þeir séu ekki mjög sáttir að horfa á bakið á Valda „Pastrana“…
21.05.01 …að Einar sé í beinu símasambandi við Jóhann nokkurn Smeth og fái upplýsingar í bunum um „race trikk“ fyrir KTM 5++….
21.05.01 …að Joe Colombero testari Racer X keppi á spánýju KTM 250 SX í Eyjum.
21.05.01 …að hann sé í blaðamannafélaginu og fari hraðar á pennanum en hjólinu.
21.05.01 …að Si Melber TBM ritstjóri sé í sama félagi.
21.05.01 …að flott factorinn sé orðin gríðalegur á mörgum liðunum og þar verði keppnin harðari og dýrari en á brautinni.
21.05.01 …að keppnishaldarar þurfi að læra af því og skipuleggja pittsvæði betur.
21.05.01 …að halli sé á hefti Rauðakrossdeildar Ólafsvíkur þar sem sjúkrabíllinn er bensín.
21.05.01 …að „kallinn“ á bensínsölunni hafi brosað útað eyrum og sagt Rúnar vera kóng og Viggó heiðursborgara.
21.05.01 …að það séu orðnar 54 helgar á dagatalinu hjá honum eftir að hann uppgötvaði að 2 MX keppnir eru í sumar.
20.05.01 …að Yamaha byrjaði á toppnum í Ólafsvíkurcrossi. Af toppnum liggur leiðin alltaf eingöngu niður. Haukur byrjaði með látum fram að krassi fram af einum pallinum. Þegar hann stóð upp kom Raggi fljúgandi, rak stýri í öxl Hauks sem snérist ca. 1 sambahring á no time. Næsta moto var ekki betra. Hanni stakk af með sjúkrabílnum og YZan Hauks andaðist.
Minna bar á Team Yam í 3ja motói.
20.05.01 …að það eru gamlar fréttir úr sveitinni að gamalt kjöt þurfi langa suðu. Steini Tótu hrökk ekki almennilega í gang fyrr í síðasta mótói. Sagt er að mörgum unga manninum hafi vaxið Píka við tilefnið.
20.05.01 …að Reynir prófaði að nota gírstöngina á 470 Berg fyrir standjárn í einni lendingunni. Það virkaði ekki. Stöngin fór af með öxlinum slétt við vélarhlíf.
20.05.01 …að það er opinbert að Þór Þorsteins gefst ekkert upp. Hann mætti á glampandi nýju RM125 og nær tökum á MXi fyrr en varir. Þetta er auðvelda leiðin að losna við 45kg. og ná árangri.
20.05.01 …að það var rigning og myrkur á Ólafsvíkursandi, og gleraugnaæfingar úr Þorlákshöfn komu sér vel. Fyrir þá sem muna svo langt aftur í tímann.
Mikki ætlar að kaupa sér eitt Gígabæt í viðbót.
20.05.01 …að Castrol liðið á fullt af hjólum. Greinilega eru til mun fleiri ökumenn á þessi hjól og þurfti sérfræðinga til að fatta stöðuna í hverju Mótói.
20.05.01 …að Viggó er mikilvægur KTM í Crossinu. Úrslitin voru: No. 1 Viggo, No. 2,3,4,5 VH&S.
20.05.01 …að Kalli gat þó allavega keyrt bílinn!
18.05.01 …að ekki virðist duga til sigurs að hjálpa til við að leggja brautir, eins og sagt er hér neðar. Yamaha liðið ásamt Andrési og Þór Þorsteins unnu á verkalýðsdaginn við að leggja brautina í Þorlákshöfn með Hirti líklegum. Ekki vann neinn af þeim fyrir vikið. En Viggó er hálplegur og skulum við virða það og þakka honum fyrir. Spurning síðan hvort ástæða er til að dreifa dollum á brautarlagningamenn!
17.05.01 …að Einar Púki hafi slasast á hendi við æfingar við Sandfell í gær og verði frá keppni í einhvern tíma…
15.05.01 …ad KG liðstjóri KTM liðsins sé að æfa nýjar aðferðir fyrir Akureyri eftir að Þór ex pizzusali lenti i samstuði vid Viggó í fyrra….
14.05.01 …að aðferðin við að sigra á tiltekinni braut er að leggja hana sjálfur! Þetta trix er Viggó búinn að læra. Hann var alla helgina í sjálboðavinnu í Ólafsvík. GÓÐUR. Það má læra eitthvað á þessu.
14.05.01 …að sunnudagsæfing Team Frostfiskur – ProCircuit – Wind Bikewear varð að Eurovision bömmer í Mosó. Mikið væl um liggjandi og fljúgandi grjót en minna keyrt. Hver sagði að Eurovision væri ekki aðalmálið á Íslandi þessa dagana. Team VH&S – Kawasaki – Supersprox var með að hálfu. Mikki var heima í fýlu eftir að hafa keyrt alla leið til Ólafsvíkur daginn áður, bara til að vera bannað að keyra brautina sem Rúnar var að leggja!
14.05.01 …að Steini og Valdi sýndu litla og mikla takta. Hver gerði hvað er enn deilt um, en annar var greinilega hraðari.
12.05.01 …að Finnur Stórbóndi prófaði gömlu Honduna hans Ragga Stefáns sem búið var að breyta og setja 500 mótor í 250 hjólið. Fannst honum það mikið til hjólsins koma að brautin hans fyrir norðan heitir núna Honda-Park.
11.05.01 …að Björn Súrson hafi fengið staðfest frá enduro guðnum sjálfum að 380 eða 499cc hafi ekkert með enduro eða karlmennsku að gera. 500cc og 100kg sé á tæpasta vaði ef menn vilji fá 3ja eistað. 550 sé seif. Konan viðurkenni að það sé klárt. Hann hefur ekkert vaskað upp síðan hjólið kom.
11.05.01 …að forsíðan á á síðbúnu enduro DV sé frá síðustu öld þegar Steini Tótu var 500kall og hélt hann væri karlmenni. Fyrir aldamót kom í ljós að hann keyrði eins og kerling og hefur verið á 250 síðan.
10.05.01 … að almennt sé álitið að ökumaður eftirfarandi bíls hafi verið kona. Glöggur maður setti hinsvegar saman 2+2 og komst að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera sami maður sem flýtti sér „of mikið“ úr hverju bensín stoppi í síðustu keppni. Sjá mynd.
09.05.01 … að fjögura síðna aukablað um enduró kemur á morgun (fimmtudag) með DV. Þar er finna opnu með umfjöllun um enduro í Þorlákshöfn ásamt kynningu á 27 efstu keppendunum.
09.05.01 …að enski ritstjórinn frá TBM heitir ekki Si M eða Si Melby og á ekkert skylt við íslensku tengdadótturinn Mel-B. Nafn hans er Simon „Neon“ Melber.
08.05.01 …að Kalli Gunnlaugs hafi viðbeinsbrotnað þegar hann var að sýna Bretanum Si Melby hvernig ætti að keyra enduró á Íslandi.
08.05.01 …að bræður og vinir Michael B David (Mikka) hafa sett nálgunarbann á hann eftir að hann náði 10 sæti. Ekkert annað kemst að þessa dagana hjá honum.
06.05.01 …að keppnin í gær tókst mjög vel og á Hjörtur endúró guð og hans aðstoðarmenn skilið hrós fyrir framistöðuna.
06.05.01 …að Ingvar Örn Karlsson ákvað að taka léttan hjólatúr í dag til að losna við harðsperrurnar. Slitnaði keðjan við Krókamýri og ekkert símsamband. Var hann búinn að ýta hjólinu hálfa leið að Vatnsskarði þegar hjálp kom. Ekki er búist við að hann verði brúklegur til neins næstu daga.
04.05.01 …að Ragnar Stefánsson sé búinn að eyða 2 klst í að tvítelja alla kubba á dekkjunum hjá Vélhjól og Sleðar. Honum til vonbrigða virtust öll dekk sem voru með sama týpu númeri vera með jafnmörgum kubbum.
04.05.01 …að A lið Team Frostfiskur – Procircuit – WindBikwear verði með auka pittstop fyrir síðasta hring, þar sem farið verður í sparifötin. Frostfiskur keypti tvennar buxur og þrennar treyjur á hvern mann. Það mun leika vafi á því hver vinnur en lítið vafamál hverjir ætli að vera flottastir.
04.05.01 …að Sveinn Markússon hafi fundið sér verkstæði þar sem enginn truflar hann. Undirbýr sig undir keppnina með því að hlusta á Ramstein og drekka Holstein.
04.05.01 …að konan hans Jóns Magg hafi vaknað í nótt og enginn Jón í rúminu. Fannst hann sofandi í dekkjahrúgu í bílskúrnum, þyljandi dekkjastærðir upp úr svefni. Orðinn úrvinda af þreytu við að koma 20 feta dekkja gám í hús.
04.05.01 …að Viggó og fleiri topp ökumenn muni aka eftir Metzeler draumförum og hafi stýrisdempara sér til aðstoðar.
03.05.01 …að Castrol liðið ætli að gista á Hótel Örk nóttina fyrir enduróið í Þorlákshöfn. Þar á að efla liðsandann og skerpa á keppnisskapinu fyrir komandi átök. Svo er líka styttra þaðan í þorlákshöfn heldur en úr bænum.
03.05.01 … að þegar A lið Team Frostfiskur – ProCircuit – Wind Bikewear tapar fyrir B liðinu, Team VH&S-Kawaski-WMP þá verði það samt A lið áfram um stundarsakir.
02.05.01 …að Frank Sittenauer: Nýráðinn forstjóri Husaberg sé í stjórn KTM Holdings enda eigi KTM 90% í Husaberg. Hann hafi sagt ( bak við luktar dyr ) að KTM vilji nota Husaberg eins og FIAT notar Ferrari. Þróa nýjungar í takmarkaðri framleiðslu fyrst í Berg og fjöldaframleiða það sem virkar og er hagkvæmt í KTM samanber fjórgengisvélar KTM.