MotoMos stefnir að púka „Race“ æfingum á miðvikudagskvöldum í sumar. Foreldrar hafi samband við Steina Tótu í VH&S 587-1135 eða Tóta Mæli 892-4969. Það verður fundur um málið Kl. 20:00 á þriðudag í Bita Höllinni út á horni hjá VH&S-Kawasaki. Stefnan er að Púkarnir fái fast kvöld í vikunni, nú þegar skóla líkur. Í braut sem verður gerð af foreldrum í Mosó gryfjunum. Hugmyndin er að þeir sem eiga púka með hjóli geti komið á miðvikudagskvöldum og deilt hetjusögum og kennslu til Púkanna meðan þeir kynnast og læra hver af öðrum. Mjög “ óopinbert „Race“ verður hluti af kvöldinu. Það þýðir ekkert að koma ef maður á ekki skóflu og hrífu. Við verðum að leggja smá vinnu í þetta en það er klárt að ef þessir Púkar eiga að læra á eðlilegum hraða og vinna okkur á næstu árum verður það þess virði. Þegar þetta verður komið í gang má vel ímynda sér fullt af Púkum í einni braut að hamast við að verða gamlir, og fillt af stórum Púkum í annarri braut að hamast við að verða ungir. Konurnar sjái svo um að allt gangi eðlilega fyrir sig og setji plástur á bágtin eftir þörfum.