Í mogganum (22.05) er grein um reiðvegi í Hafnarfirði (undir dálknum Hestar). Þar er fjallað um að bærinn sé búinn að eyða 30 millum í reiðgötur + 10 til viðbótar sem hafa komið frá öðrum aðilum. Sem sagt 40 millur í reiðgötur. Það var formlega haldið upp á þessa framkvæmd um daginn og hélt bæjarstjórinn meðal annars ræðu. Hestamenn í Hafnarfirði voru að sjálfsögðu í skýjunum með þetta framtak en sögðu þó að eitt skyggði á gleði þeirra. Það eru mótorhjólamenn á torfæruhjólum sem eru alltaf að keyra vegina „þeirra“. Þetta væri orðið óþolandi ástand.
VÍH hefur verið að vinna að því að fá braut fyrir hjólamenn í Hafnarfirði. Vonast er eftir fundi með bænum á næstu dögum. Spurning er síðan ef bæjaryfirvöld í Hafnarfirði fara ekki að taka á þeim málum af einhverjum viti hvort VÍH túlki ekki þessa reiðvegi sem 40+ hesta-fla vegi og haldi bikarkeppni í „löggu og bófa leik“. Nánar auglýst síðar!