MotoMos er að tækla bæjaryfirvöld vegna afnota af landi. Meðfylgjandi er svar Bæjaryfirvalda ásamt athugasemdum frá MotoMos.
Bréf frá Mosfellsbæ til MotoMos.
Málefni: Erindi vélhjólaklúbbsins MotoMos um afnot af landi á Leirvogstungumelum.
Á 29, fundi skipulags og bygginganefndar Mosfellsbæjar 29 mai 2001 var fyrirspurn yðar til umfjöllunar og svohljóðandi bókun var gerð:
Vísun frá fundi íþrótta og tómstundanefndar þ. 8. mai 2001.
Frestað.
Næsti fundur skipulags og bygginganefnadar verður haldinn þ. 12 júní 2001,
Virðingarfyllst,
f.h. Tækni og umhverfissviðs:
Tryggvi Jónsson, Bæjartæknifræðingur. ( Tilvitn. líkur )
Þetta þýðir á mannamáli að þeir sem eru í nefndinni eru þessa dagana að leita að leið til að sleppa frá hugsanlegri ábyrgð á braut handa okkur. Ef þeir finna aðferð fljótlega til að senda þetta eitthvert annað innan bæjarkerfisins gera þeir það á næstu vikum. Fróðlegt verður að sjá hvernig þeir tækla þá staðreynd að mörg minni bæjarfélög landsins, t.d. Selfoss. Þorlákshöfn, Ólafsvík, Akureyri, Grindavík, Vestmannaeyjar og fleiri á leiðinni, sýna mun meiri vilja til að halda þeirri traffík og innkomu sem fylgir íþróttum í sinni heimabyggð. Það er ljóst að með hverri keppni koma yfir 100 keppendur og aðstoðarmenn auk áhorfenda. Allir skilja eitthvað eftir í þjónustufyrirtækjum viðkomandi bæjarfélags. Á meðan verðum við að halda gryfjunum í horfinu, án þess að eyða eða reikna með of miklu í málið.
Við höldum okkar striki þó hægt fari.
MotoMos:)