Úrslitin hafa verið birt á vefnum. Fljótlega eftir að B flokkur var ræstur rofnaði straumur af tímatökubúnaðinum. Þetta hafði engin áhrif á búnaðinn hvað varðar heildarniðurstöðu (ovarall) en millitímar og aðrar skemmtilegar upplýsingar eru ónýtar. Tveir keppendur fengu refsingu, 5 mínútur hvor. Viggó Viggósson, sigurvegari dagsins fékk 5 mínútna refsingu en hélt samt efsta sæti. Guðmundur Bjarnason færðist hinsvegar niður um 1 sæti við sína 5 mínútna refsingu. Í báðum tilvikum var það fyrir að sleppa hliði.
Vitað er um einn keppanda sem var meinað um þáttöku þar sem hann mætti of seint en keppendur áttu allir að vera mættir kl. 12.
Á tímabili snjóaði og rigndi á keppendur en undir lok dagsins er ekki vafamál að veðurguðirnir voru okkur hliðhollir. Hjörtur Líklegur keppnishaldari, stóð sig yfir 100 prósent og var skipulag og framsetning keppninnar til sóma.