Í heimsókn hjá bóndanum

Hluti KTM liðsins, Kalli, Sigurjón og Einar lögðu land undir fót og héldu í Eyjafjörðin til Finns Bónda. Ekki klikkaði stemmingin en hún byrjaði á lagfæringum á malarvagni Bóndans á vinnusvæði Arnarfells þar sem stór Payloader var notaður til að rétta vagninn. Einar fékk svo að fara í gröfu leik á Payloadernum og brosti hringinn þegar fyrsta skóflan var fyllt. Daginn eftir var farið í 7 tíma túr yfir fjöllin og inn að Vaglaskógi í þoku, sól, drullu, snjósköflum ofl. Í lok dagsins var svo ný Moto-Cross braut þeirra Þengils manna skoðuð en hún á að verða tilbúin fyrir 28. júlí. og lítur vel út.
Semsagt allt í lukku fyrir Norðan.
Katoom

Skildu eftir svar