sta sunnudag viðbeinsbrotnaði Guðmundur Bjarnasson Ameríkufari. Var hann staddur út á Reykjanesi, akandi hraunslóðann meðfram Núpshlíðarhálsi sem nær frá nýju borholu Hitaveitunnar við Trölladyngju að Krísuvíkurvegi. Tveir jeppar voru á sömu slóðum og keyrðu þeir Guðmund á sjúkrahús. Guðjón Magnússon og Ishmael David voru með honum og sáu þeir um að koma hjólinu í bæinn. Guðmundur reyndist illa viðbeinsbrotinn og virðist sem einhver bein-bútur / flís sé að flækjast milli brotanna. Ekki er gert ráð fyrir neinni hjólamennsku frá hans hendi fyrr en síðar í haust.