Aðvörun !

Það hitnar í kolunum fyrir veturinn.

Í morgunblaðinu í dag er greint frá því að tveir hjólamenn hafi verið stöðvaðir af lögreglu á Vogastapa í gær og hjólin tekin af þeim vegna þess að þau voru ekki á skrá. Vitað er að þrír hjólamenn voru teknir um þarsíðustu helgi undir Hafnarfjalli. Lögreglan var í því tilviki einnig eingöngu með hugann við það hvort hjól þeirra væru skráð. Þeim var sleppt eftir að þeir gátu sannað að hjól þeirra væru skráð þrátt fyrir að þau væru ekki á númerum. Hvort sem um tilvilun er að ræða eða ekki, þá eru tvö lögreluembætti með hugan við það sama: „Skráningar torfæruhjóla“. Látið ekki grípa ykkur á óskráðum hjólum. AR.

Skildu eftir svar