Stjórn VÍH er nú að vinna í lokaundirbúningi fyrir keppnina. Keppendur hafa verið „tregir“ til að borga skráningargjaldið og eru þeir áminntir. Ekki hefur verið lokað fyrir skráningu og eru menn hvattir til að mæta. Búið er að semja við veðurguðina og lítur allt út fyrir að við verðum einstaklega heppin.
Undirbúningur fyrir keppnina tafðist um tæpa 2 sólahringa þar sem Flugbjörgunarsveitin á Hellu ákvað að setja sig á móti keppninni. VÍH hefur hinsvegar yfir vöskum mönnum að ráða sem sigldu í víking og náðu fram því sem til þurfti. Öll leyfi og allt efni sem til þarf liggur því fyrir. Dagskrá keppninnar verður birt fljótlega og eru færustu leturgrafarar landsins á fullu að merkja bikarana.