Skráningarfrestur rennur út annaðkvöld kl. 21:00. Hægt er að greiða skráningargjaldið með því að leggja inn á reikning 0327-26-3450, kt. 691200-3450 í eigu VÍH v/Helluhraun í Hafnarfirði. Ekki er þörf á að láta senda kvittun. Þeir sem ekki nenna í banka eða hafa ekki net-banka geta komið við á smurstöðinni Pennzoil sem er við Helluhraun í Hafnarfirði. Opnunartími þar er 9-12 og 13-18 í dag en á morgunn, þriðjudaginn, verður opið til 21:00. Keppnisgjald er 3000 kr.
Þeir sem hafa greitt skráningargjaldið verður frjálst að mæta upp á Hellu deginum fyrr eða snemma á laugardagsmorgunn. Er þeim frjálst að æfa sig fram til klukkan 11 á laugardagsmorgunn. Hafi skráningargjaldið ekki verið greitt eru þeir dæmdir úr leik samstundis. GM.