Lokahóf Eyjamanna

EYJAMENN „SLÚTTA“

Á laugardaginn 13. október s.l. slúttuðu
eyjamenn motocross tímabilinu 2001 með léttri æfingu á laugardeginum og mat
og viðurkenningum fyrir afrek sumarsins um kvöldið. Á æfinguna fengum við tvo
góða gesti, þá Viggó og Einar Sig. (aðrir þorðu ekki!). Voru tekin þrjú moto með
alvöru starti, flöggum og alvöru stjórnanda, Sigurjóni Eðvarðs, sem stjórnaði
eins og herforingi að hálfa væri nóg. Viljum við þakka Einari Sig. og Viggó
kærlega fyrir komuna og viljum við minna menn á að hægt er að krossa 10 mánuði á
ári í eyjum.
SJÁUMST!!!
Viðurkenningar sem veittar voru um kvöldið:
Vestmannaeyjameistari 2001
1.    Sigurður Bjarni Richardsson
2.    Sævar Benónýsson
3.    Benóný Benónýsson
Braggabikarinn fyrir mestu framfarir 2001 hlaut Íslandsmeistarinn í B-flokki, Sævar Benónýsson.
Úrslit æfingarinnar:
1.    Viggó Viggósson            #1       KTM 380            57 stig
2.    Sigurður B. Richardsson  #18       KTM 380            52 stig
3.    Sævar Benónýsson        #125     Kawasaki 125     41stig
4.    Einar Sigurðsson       #2        KTM 400           38 stig
5.    Benóný Benónýsson        #106   Kawasaki 250     36 stig
6.    Sæþór Gunnarsson         #44     Kawasaki 250     32 stig
7.    Ómar Stefánsson         #27      Kawasaki 250     28 stig
8.    Emil Kristjánsson           #103    KTM 250     17 stig

Skildu eftir svar