30.11.01 …Að Bjöggi 200 sökk í dag uppá Hvaleyrarvatni og sást aðeins í stýrið hann er enn að reyna ná lífi í litla manninn
17.11.01 …að Aron Reynisson hefur látið sérhanna grafík fyrir hið nýja Honda lið sitt. Sjá hjálmana.
12.11.01 (08.11.01)…að Einari „Púka“ langi ekkert sérstaklega að taka flug til Eyja með Jórvík í framtíðinni.
…að þetta sé niðurstaðan eftir síðustu ferð en hún endaði áður en farið var í loftið þegar Fríman flugkappi sjússaði mótorinn svo rosalega fyrir gangsetningu að hann sprakk.
…að Einar og Árni hafi ekki verið minna hræddir í bílnum með Helga Val í glerhálku á leið á Bakka flugvöll.
…að flugið hafi verið rússibannna reið og Árni hafi stangað loftið í vélinni.
…að Einar éti bara KTM nammi (Gulrætur) þessa dagana til að koma sér í form fyrir næsta ár.
…að veðmál sé á milli Einars og Árna um vigtina
…að spurst hafi til Árni annsi oft í kringum KFC í Hafnarfirði
…að hann haldi að kjúklingur sé megrandi
…að mikil gerjun sé í gangi með uppsetningu liða KTM fyrir næsta ár.
…að liðin verði fleiri en eitt
…að liðin verði 100% Genuine KTM
…að elsti liðsmaðurinn gæti verið afi þess yngsta
…að margir verði hissa !!!!
…að líkur séu fyrir X-Track keppni á Íslandi í komandi framtíð a´la Kinigadner
…að von sé á frænda „Tom Webbs“ með vorinu
…að þessi búi þó í austri en ekki vestri
…að KG minni á að Hvaleyrarvatn geti bitið frá sér
…að menn ætli að taka á því snemma á þjóðhátíðardegi VÍK 10.11
…að gamanið byrji í Sandvík kl: 12 á hádegi
05.11.01 …að árshátíð VÍK sé eftir 6 daga…
…að sumir séu enn þá efins um að Fredrik Hedman sé á leiðina á árshátíðina…
…að aðrir haldi að þetta sé eitthvað Tom Webb grín…
…að þetta sé ekkert gabb og þeir sem ætla að klikka á þessu eiga eftir að sjá eftir því alla ævi…
…að þessir vantrúuðu getir kíkt á heimasíðu Fredriks á: sjá síðu.
…að miðasölu ljúki á miðvikudaginn, þannig að það sé eins gott að fara að tryggja sér miða NÚNA, því það hefur aldrei verið auðveldara að kaupa sér miða…
…að sumir séu búnir að kjósa sjálfan sig kynþokkafyllsta keppandann nokkur hundruð sinnum…
…að ekki sé hægt að kjósa nema einu sinnu úr hverri tölvu…
02.11.01…að sumum finnist ekki við hæfi að líkja saman fagmannlegu áhættuatriði og síðan aulalegu fyllerísrugli hjá einhverjum ofurdrukknum mótorhjólamanni.
…að allt stefni í að Suzuki verði með topp team næsta sumar.
…að mikklar líkur séu á að Team Yamaha verði með einn útlending í sínu liði næsta sumar.
30.10.01. …að búast megi við ótrúlegum áhættuatriðum á árshátíðinni sem
aldrei hafi verið framkvæmd hér á landi áður…
…að undirbúningur fyrir árshátíðina sé vel á veg komin og allt stefni í
glæsilegustu árshátíð til þessa…
…að maturinn verði á heimsmælikvarða…
…að Stimpilhringirnir stefni á að gefa út plötu fyrir jólin…
…að annað Honda liðið sé skipað Hákoni, Þorra, Magga og Hanna…
…að hitt liðið innihaldi, Mikka, Reyni, Steingrím og Varða…
21.10.01 …að Aron Reynison verði liðstjóri A liðs Honda og Þorgrímur Leifsson pittstjóri.
21.10.01 …að það verði keppt um íslandsmeistaratitil í íscrossi veturinn 2002.
…að „silly season“ sé ekki bara skollið á í USA og Evrópu heldur líka á Íslandi.
…að „bísness er bara bísness“.
…að Yamaha sé búið að missa Hanna yfir til Team Honda.
…að Kawasaki sé búið að missa Mikka yfir til Team Honda.
21.10.01 …að Kalli Gunnlaugs keppi með Kawasaki liðinu á næsta ári. Jón Magg og Steini Tótu verði í Yamaha liðinu hjá Yamaha Hauki. Og haldið ykkur nú fast því Viggó ætlar að keppa á al-Íslensku hjóli sem Einar Sig. og Jón Guð hönnuðu og smíðuðu. En hjólið á að heita Kjarkur.
21.10.01 …að Steini Tótu sé farinn að læsa niður nærbuxur, sokka, konur og börn. Það er aldrei að vita nema Reynir þurfi að nota það líka.
19.10.01 …að mikið helvítí geta lömb orðið gömul, og samt seld sem “ Lambakjöt“