desember 2001

28.12.01 …að Þórir Kristinsson vill bara undirstrika að talan 13 stendur fyrir ó-happ… sjá mynd.
26.12.01 …að liðstjórinn í Suzuki team sé kominn á sex mánaða Herba life kúr og stefni á að verða undir 50 kílóum í sumar, hann blási á allt four stroke lið og mæti sjálfur með 2-4 hjól, allt 2 stroke, allir liðsmenn verði merktir gulu hættunni. (hvað sem það nú á að þýða) Beggi, Ismael, og hvað hann nú heitir séu farnir að æfa dans til að vera mjjjjúkir. Þór sé búinn að kaupa hjól handa frúnni.
…að búið er að redda liðinu inni í reiðhöllinni. Keppnisharkan sé orðin svo mikil að allt kynlíf sé útúr myndinni fram á næsta haust hjá öllum liðsmönnum Suzuki (gæti reynst erfitt) Útlenski flugkappinn sé með fullt af trixum fyrir Team Suzuki.
…að Team JHM ætli að valta yfir önnur lið í sumar, búið sé að kaupa tjald, bíl, þjálfara, keppnismenn og sitthvað fleira, Jón hleypur og lyftir á hverjum degi.
14.12.01 …að Yamaha liðið ætlar sér mikið næsta sumar. Liðsstjórinn Haukur æfir 5 sinnum í viku í ræktinni.  Spilar Badminton eins og geðsjúklingur.  Tvö ný hjól komu í skúrin hjá honum í vikunni.  Bjarni Bond (bærings) fjármálaráðherra Yamaha liðsins er búin að safna svo miklum sponsum fyrir næsta sumar, að liðið tekur sér 12 vikna sumarfrí til að stunda æfingar.  Gulli Sonax er farin að fljúga 757unni miklu hraðar heldur hann gerði áður en hann komst í liðið.  Gunni Bikarmeistari búin að selja (krissa) hjólið og er að bíða eftir nýju eða nýrra hjóli. Haukur er farin að naga neglurnar og jafnvel að spá í að reka Gunna úr liðinu þar sem hann er óttast að Gunni taki fram úr sér í endúróinu á næsta ári. Vááááá´þvílík pressa.
14.12.01 …að í A liði Honda eru tveir jólasveinar sem halda alltaf upp á árið 1979.  Þorvarður Björgúlfsson hampaði þá sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í Motocrossi og nýr hjólamaður fæddist.  Mikael B. David, illa ljótur og grenjandi að venju.  Í kjölfarið fylgdi síðan langt bleyjutímabil og síendurteknar heimsóknir á slysavarðstofuna sem ekki sér fyrir endann á.
13.12.01 …að menn leggja ýmislegt á sig til skreytinga á nýju búðunum fyrir jólin.
…að Steini Tótu mætti til vinnu með annað augað í fatla, eftir Bog Wash, og lífgaði mikið uppá nýju verslununa. Hafnfyrðingur sem kom að versla bætti nýju máltæki í flóruna:
… að „An eye for a tree, leaves most men behind“ ( Verulega djúpur, af Hafnfirðingi að vera )
10.12.01 …að frægur útlendingur muni keppa í crossinu 2002.
…að hann sé búinn að skrifa undir samning við íslenskt keppnislið.
…að þetta keppnislið sé nýtt og það aki Suzuki hjólum.
…að þetta lið muni koma sterkt inn.
…að hinn helmingurinn af liðinu séu nýliðar í keppni en þó með mikla akstursreynslu.
…að Suzuki, Yamaha, Honda, Kawasaki, Husaberg, KTM og hugsanlega framleiðendur fleiri verði með keppnislið 2002.
…að þetta getur bara orðið spennandi.
10.12.01 …að íslandsmeistarinn í B-flokki Sævar „Langston“ sé kominn á fyrsta KTM SX125 á landinu og ætli sér stóra hluti í A-flokki næsta sumar .
…að Emil Kristjáns 103 sé á leiðinni í RÆKTINA!! og leggi dag við nótt upp í Skipatækni við að hanna perustefni á KTMið sitt.
10.12.01 …að dýrara og lengra sé til Eyja en frá Eyjum.
…að það verði bara eyjamenn í topp tíu í crossinu næsta sumar.
…að Árni Johnsen verði keppnisstjóri eyjamanna næsta sumar, og munu eyjamenn kappkosta að sanna sakleysi hans á brautinni.
…að Ómar sé ekki krabbi, hann er lindýr (og sé að gefast upp á kawanum).
…að Einar Sig. sé búinn að leigja sér íbuð í eyjum fram á vor og stefni leynt og ljóst að því að komast í lið eyjamanna
03.12.01 …að byrjunin á snjómokstri hafi ekki verið góður.
…að Einar og Gulli séu farnir heim í þurr föt.
…að björgunarleiðangur í kafaragöllum sé framundan.
03.12.01 …að Einar hafi hjólað yfir sig fyrsta daginn á ísnum og lagst í rúmið með hita.
…að Árna 200 hafi þótt það „O“Some og fengið hita líka.
…að sumir sem drukku bjór hjá Einari á föstudagskvöld hafi mist af gríðarlegu geimi hjá VH&S á laugardagskvöld
…að Gulli 757 eigi GÓÐA vini
…að GÓÐI vinurinn hafi lánað 6X6 hjól til vísindastarfaá svellinu
…að sést hafi til Gulla, Einars og Kalla í Málmtækni við smíðar á snjótönn
…að Gulli og Einar hafi haldið smíðunum áfram án Kalla þar sem þeir hafa svo skilningsríka vinnuveitendur
…að í sömu herbúðum sé verið að skoða ljósabúnaðarsmíði fyrir ísinn

Skildu eftir svar