Umhverfis og Skipulagsdeild hefur afgreitt umsókn V.Í.K um framtíðarsvæði.
Frétt þess efnis var birt í blaði allra landsmanna þriðjudaginn 15.janúar
Þeir gefa „JÁ“ á bráðabirgðarsvæði en tilgreina ekki til hve langs tíma. Þetta er náttúrulega ekki það sem við vorum að sækja um (enn eitt bráðabirgðasvæðið !) En samt sem áður vilyrði um aðstöðu, og þannig hægt að semja til langs tíma.
næst fer málið til Skipulags-og Byggingarnefndar 23 janúar. Við erum því að mjakast í rétta átt.
Hér að neðan er bréf frá Þórólfi Jónssyni sem fór með málið fyrir okkar hönd.
————————–
Sæll, Heimir
Ég er ekki kominn með afgreiðsluna í hendur en efnislega er hún þannig nefndin samþykkir fyrir sitt leyti bráðabirgðaleyfi en unnið verði að „draumalausninni“ það er eitt svæði td í Hafnarfirði. Næst fer málið í skipulags- og byggingarnefnd þar sem Björn undirbýr málið.
kveðja, Þórólfur
—————————
Sæll Þórólfur,
Áð sjálfssögðu fögnum við öllum áföngum í máli okkar. En bráðabirgðarsvæði er ekki það sem við erum að sækja um. Við höfum þegar fengið bráðabirgðarleyfi, og þau í fjórtán skipti. Bráðabirgðarsvæði er engin lausn á okkar málum.
Það er helst fyrir „stjörnufræðinga“ og völvur“ að sega til um hvenær „draumalausnin“ verður að veruleika. 1ár? 10 ár ? Þó að verið sé að vinna í málum í öðrum sveitarfélögum, er okkar lögheimili og varnarþing í Reykjavík. Þar ætti því að klára okkar mál. Ég vil taka það fram að ég er að gagnrýna nefndina, en ekki þig, Þórólfur. Auðvitað tökum við bráðabirgðarleyfi ef ekkert annað býðst Þórólfur, en það er eins og að setja fimmtánda plásturinn á litlaputta, þegar meinið er kransæðarstífla. Við skulum vona að Birni gangi vel með málið hjá Skipulags og Byggingarnefn,
Kær kveðja, F.h. stjórnar Vélhjólaíþróttaklúbbsins,
Heimir Barðason