gleymið ekki að skrá ykkur

Annaðkvöld, þriðjudagskvöld klukkan 20 verður lokað fyrir skráningu.  Hægt verður að skrá sig fram að þeim tíma hér á vefnum eða með því að mæta á Smurstöðina Pennzoil fyrir klukkan 20 á morgunn.   Langtímaveðurspá sýnir um 0 gráðu hita, enga úrkomu (snjó) og norðaustan 9m/s sem er ávísun á gott skjól á Hvaleyrarvatni.  Eins og fram kom þá verður skráningu lokað klukkan 20 á morgunn og mun þá talning fara fram.  Náist ekki að lágmarki 30 keppendur verður keppninni aflýst þar sem ekki verður fjárhagslegur grundvöllur fyrir henni.  Náist hinsvegar lágmarks keppandafjöldi mun fjölmiðla-maskína VÍH festast í botni eins og mörgum er eflaust í fersku minni frá því Brekku og mýrarspyrnan var í fyrra.   Prentaður verður bæklingur með upplýsingum um keppendur sem verður afhentur öllum áhorfendum, þeim að kostnaðarlausu.  Nú þegar er staðfest að þátturinn Mótor á Skjá 1 ásamt Helgarsporti á RÚV verða fyrir aftan sjónvarpsvélarnar.  Aðrir blaðamenn og sjónvarpsstöðvar verða ekki boðaðar fyrr en útséð er með hvort af keppninni verður eða ekki.

Skildu eftir svar