24.01.02 …að Árni crossbelgur hafi sést á Leirtjörn í gær við æfingar.
…að Team Suzuki skundi á Bergþórshvol einu sinni í viku og stundi æfingar undir handleiðslu „Heimsmeistarans“ í reiðhöllinni þar.
…að Njáll á Bergþórshvoli og Gunnar á Hlíðarenda vilji líka keyra mótorhjól.
…að Gunnar þurfi ekki hjól til þess að stökkva hæð sína í loft upp.
…að þór „Thunder“ sé að smíða palla til þess að komast jafn hátt og Gunnar.
23.01.02 …að á beygjubrautinni á Stokkseyri hafi Einar Púki gjörsamlega grillaði alla viðstadda í tveim race-um með starti og tilheyrandi.
…að eftir grillið var Viggó Viggósson orðinn „well done“.
…að Einar Púki lofar góðu fyrir sumarið.
22.01.02 ……að eftir að fundi stjórnar hafi lokið kl:18:30 hafi Bakkus mætt í heimsókn.
… að Maggi hafi verið með ferðadiskóið með.
…að diskó ljósakúlan hafi einnig verið með.
…að verið sé að vinna að undirbúningi á Off-Road Challenge 6 tíma keppni.
…að Húsvíkingar tali bara um Super-Moto þessa dagana.
22.01.02 …að búið sé að samþykkja snjócrossbraut í Skálafelli. Það vanti bara snjó.
…að ein besta beyjuæfingabraut landsins er á Stokkseyri.
…að Yamaha Haukur sé búinn að ættleiða Gunna Yamaha Hauksson.
…að hugsanlega sé búið að finna einn í stjórn VÍK og jafnvel nýjan gjaldkera.
…að spennan fyrir næsta sumar sé orðin hrikaleg.
14.01.02 …að JHM sport, Jón Magg sé búinn að samningsbinda Viggó Viggósson og Árna Stefánsson. Munu þeir keppa á TM í sumar.
14.01.02 …að Bílabúð Benna hafi boðið Viggó samning sem segir sitt um hvað þeir ætla að taka þetta með mikilli alvöru.
10.01.02 …að keppnislið J.H.M sport sé að verða ofurteam.
…að Árna crossbelg dreymi blauta drauma um TM.
…að Viggó sé líka að dreyma.
…að draumar verða stundum að veruleika…
04.01.02 …að Arnór Yamaha Hauksson datt er hann var að hlaupa. Lenti á glerbroti og fékk tvo djúpa skurði. Í ljós kom að hann sleit taug og 2-3 sinar og er hann í vandræðum með að hreyfa baugfingur. Hann fullyrðir að hann hafi ekki verið að herma eftir Suzuki Þór.
04.01.02 …að Þór Thunder sé búinn að sækja um inngöngu í „Team Lucky“.
…að Lucky sjálfur hafi einnig látið framkvæma á sér framhandleggsaðgerð.
…að hann hafi látið fagmenn sjá um verkið í stað þess að framkvæma hana sjálfur.
03.01.02 …að liðstjóri team Suzuki hafi ákveðið að skella sér í upphandleggsaðgerð til að losna við svokallað armpump, einn hængur var þó á, hann ákvað að framkvæma aðgerðina sjálfur og það með borvél (sennilega upptjúnnuð Suzuki borvél). Ekki tókst aðgerðin alveg eins og ætlað var og nú liggur Thunderinn vafinn í sárabindi og bíður bata.
Better luck next time.
Bata kveðjur frá okkur hinum