Hugmyndir keppnisstjóra að keppnisfyrirkomulagi í Motocrossi 2002:
Nýtt fyrirkomulag til að takmarka fjölda keppenda í hverjum flokki fyrir sig.
Ekki er ósennilegt miðað við þátttöku 2001 að búast megi við allt að 50 –70 keppendum 2002 og tel ég því nauðsynlegt að útbúa nýtt og eins sanngjarnt kerfi og mögulegt er.
Vefnum hefur borist „Hugmyndir keppnisstjóra um motocross 2002“ sem eru birtar
Hugmyndin er eftirfarandi: Í upphafi hverrar keppni verða hjólaðir 6 – 8 upphitunarhringir og jafnframt tekinn tími. 20 bestu rásnúmer frá liðnu ári verða látin hjóla saman í fyrstu æfingahringjunum. Besti tími hvers manns verði notaður til að ákveða í hvað flokk viðkomandi lendir. 20 keppendur verða í A flokk og næstu 20 bestu tímarnir lenda í B flokk og rest lendir í C flokk. Þetta fyrirkomulag yrði til þess að allir keppendur kæmu til með að hjóla með mönnum með svipaða hjólakunnáttu, sem yrði bæði meira spennandi og án efa mun öruggara heldur en að láta menn vera að hjóla saman með mjög mismunandi mikla hjólakunnáttu. Einungis A flokkur er að keppa til Íslandsmeistara og ekki er hægt að ná í fleiri stig en 1 nema lenda ofar en í 17 sæti. Aftur á móti eru bæði B og C flokkur að keppa um sæti í heildarkeppninni og um leið að vinna sig uppí B eða A flokk. Með þessu fyrirkomulagi er auðvelt að halda liðakeppninni inni og allir eiga sama möguleika á að ná í stig úr pottinum.
Og takið eftir því að næsta keppni á eftir gefur þér alltaf þann möguleika á að vera kominn í hvaða flokk sem er vegna tímatökunar í upphafi hverrar keppni.
Einnig tel ég þetta vera mjög spennandi fyrir nýliða, vitandi það að þú ert að keppa við aðra keppendur með svipaða hjólakunnáttu og þú er með.
A flokkur 3x 15mín+ tveir hringir
B flokkur 3x 10mín+ tveir hringir
C flokkur 2x 10mín+ tveir hringir
C flokkur byrjar keppnina og klárar báðar umferðir með 10 mínútna pásu.
B flokkur fer næst og skiptist á á móti A flokk, og A flokkur líkur keppninni.
Veitt verða bikarverðlaun í A flokk fyrir fyrstu 3 sætin.
Verðlaunapeningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin í B og einnig í C flokk.
Kveðja Skúli keppnisstjóri.