Um síðustu helgi hittust allir á Leirtjörn og myndaðist frábær stemming. Eftir áfallið í vikunni þar sem íscross keppninni var aflýst, tökum við okkur til og upplifum engu síðri dag. Hittumst því allir á Hvaleyrarvatni þessa helgina. Mæting ætti að vera snemma á laugardaginn, þannig að hámarkið náist klukkan 13. Búast má við að mikill fjöldi yfirgefi svellið klukkan 14 eða 14:30 þar sem leikur Íslands við Svía byrjar klukkan 15. Veðrspáin sýnir 3 stiga hita til að byrja með en frystir síðan seinnipartinn. 11 m/s af norðan en þar sem Hvaleyrarvatn liggur neðarlega og í sæmilegu skjóli fyrir öllum áttum nema vestan-átt þá er ekki spurning að við fáum meiriháttar hjólafæri. Naglarnir ættu að bíta vel í mjúkt svellið í 3 stiga hita og jafna aðeins stöðuna við ís-nálarnar og skrúfurnar.