Síðastliðinn sunnudag kepptu Reynir Jónsson og Einar Sigurðsson i Fast Eddie enduroinu sem að þessu sinni fór fram i Tong Hall i Bretlandi. Brautin lág að mestu um skóglendi og þar sem hafði rignt nokkuð var mikil drulla og trjáræturnar mjög sleipar og erfiðar viðureignar. Voru félagarnir skraðir til þáttöku í Pro – flokki þar sem saman eru komnir allir bestu enduromenn Bretlands.
Einar keppti a KTM 450 og Reynir ók Hondu CRF 450. Startið var ekki ósvipað því sem var á Klaustri í vor: hópur manna byrjaði keppnina med slökkt á vélunum. Strax i upphafi varð Reynir fyrir stóru áfalli þegar hjólið hans (sem var i fremstu röð við hliðina a Einari) fór ekki i gang. Upphófst mikil dramatík sem endadi ekki fyrr en meirihluti keppanda var lagður af stað og Rob Wobb sem var „makkinn“ hans Reynis kom inn á brautina og kom hjólinu i gang. Það má segja að Reynir hafi þurft að yfirstíga stóran andlegann þröskuld við þetta óhapp og óttuðumst við sem horfðum á að hann mundi etv. missa algerlega móðinn. Það gerði hann sem betur fer ekki og hóf keppnina med síðustu mönnum. Ekki gott. Fljótlega fóru hjólin þá að snúast og átti hann góða brautartíma eftir þetta. Einar náð hinsvegar góðu starti og var greinilega í góðu formi og sýndi fantagóða takta. Hélt hann stöðu sinni út alla keppnina og gott betur, því hann náði að kroppa i eitt og eitt sæti er menn fóru að detta út. Greinilegt að hann er í æfingu, bæði á hjólinu og að keyra á erlendri grundu. Í lok dags var Einar i 16 sæti og Reynir i 19 sæti sem verður að teljast góður árangur í Pro flokki. Ég fékk tækifæri til að aka brautina i lok keppninar. Hrikalega sleip, krefjandi brekkur, allt á kafi í trjám og djúp drulla….. ekkert grín í þriggja tíma keppni. Hefði ég þurft að aka alla keppnina hefði ég ekki verid lengi ad láta mig hverfa ofan i einhverja lautina með bjór í annari og vindil i hinni. Að keppni lokinni var „fagnað“ med viðeigandi hætti glæsilegri frammistöðu okkar manna. DBR voru mjög hrifnir af frammistöðu drengjanna. Ljóst er að slíkum víkingaferðum fylgir gríðarleg ný reynsla. Til hamingju strákar með flotta frammistöðu……4