Þar sem að Eyjafjarðarleikarnir voru ekki haldnir að þessu sinni þá hefur verið ákveðið að halda Ólafsvíkinginn 2002 í staðinn á laugardaginn, strax eftir keppni. Búið er að fá tjaldaðstöðu á sama stað og í fyrra, við bátinn á vinstri hönd þegar maður kemur inn í bæinn. Það verður keppt í þessum klassísku keppnisgreinum eins og dekkjakasti, breakdansi, reipitogi, pönnukökubakstri, prumpu- og grettukeppni ásamt fleiru. Einnig verður keppt í Asnaleikum VÍK í fyrsta skipti. Heyrst hefur að hluti af Stimpilhringjunum ætli að mæta með bítl á svæðið. Það er því um að gera að mæta á svæðið og taka þátt.