Stofnað hefur verið Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar (AÍH) og með þeim gjörningi hafa þrjú akstursíþróttafélög sameinast í eitt. Vélhjólaíþróttafélag Hafnarfjarðar, Rallýcrossklúbburinn og Mótorsportklúbbur Íslands standa á bak við þetta félag sem er deildaskipt. Vélhjóla, Rallýcross og Go-cart deildir munu starfa innan félagsins. Nýtt félag mun sækja um inngöngu í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og ætlunin er að byggja upp sameiginlegt keppnissvæði fyrir þessar þrjár akstursíþróttir í Hafnarfirði. Hafi menn áhuga á að ganga í félagið þá geta þeir sent tölvupóst á Aron Reynisson (aronreyn@simnet.is ), Guðberg Guðbergsson (iceman@simnet.is ) eða Halldór Jóhannsson (hj@centrum.is).
Stjórn AÍH.