Mig langar að leggja fram nokkrar hugmyndir varðandi framkvæmd enduro-keppna.
Ég vil áður en lengra er haldið, hrósa þeim sem að framkvæmd þeirra hafa staðið fyrir óeigingjarnt starf og þá sérstaklega Hirti líklegum. En eins og Íslendinga er siður tel ég mig hafa eitthvað til málanna að leggja og vil varpa hér fram nokkrum hugleiðingum og vona ég að með þessu komist af stað umræða um þessi mál.
1. A – flokkur keyri í a.m.k. 3 klukkutíma
B – flokkur keyri í a.m.k. 2 klukkutíma.
(Við viljum kalla þetta enduro-keppnir, hitt kallast motocross. Mér finnst 1 klukkustund of lítið fyrir B-flokkinn. Enduro snýst um skipulagningu og að halda haus (mér hefur hvorugt tekist samtímis). Ég get vel hugsað mér að keppa í B-flokknum en ég nenni ekki að taka mig til fyrir eina klukkustund)
2. Hver hringur taki a.m.k. 15 mínútur fyrir hröðustu ökumennina.
(Hitt er alltof líkt motocrossi. Ég veit að þetta krefst meiri pælingar í lagningu brauta þar sem svæðið er oft af skornum skammti. Þetta veldur minni átroðningi þar sem sjaldnar verður farið yfir hvern blett.)
3. Leitast skil við að halda meðalhraða undir 35 km/klst.
(Heigulsháttur og öryggissjónarmið sem ætti ekki að þurfa að útskýra. Kannski væri nær að takamarka þá staði þar sem mestum hraða er náð og leitast við að halda áhmarkshraða undir 100)
4. 10 – 15 verða ræstir í einu í beinni línu. Í startinu skal vera dautt á hjólum en menn sitja á þeim. Ræst verður með mínútu millibili.
(Mér finnst pínulítið óréttlæti í því að horfa á ráslínu sem er 150 m löng. Síðan eru störtin alltaf mest spennandi og ekki verra að hafa mörg stört. Ég hef heyrt þær andbárur að menn viti ekki stöðuna þá, ég spyr hafa menn alltaf á hreinu í hvaða sæti þeir eru, ég hef aldrei vitað það og heyrist á flestum að þeir hafi litla sem enga hugmynd um stöðu sína.)
5. B – flokkur skal hefja keppni klukkan 9:30 og A – flokkur ekki seinna en klukkan 12:30
(Er ekki betra að setja einhvern ytri ramma til að fara eftir)
6. Hvert lið leggur til a.m.k. tvo starfsmenn sem keppnisstjórn hefur umráð yfir. Ef lið leggja ekki til starfsmenn greiða þau aukalega fyrir það. (Þarf ekki að rökstyðja þetta).
7. Lið og keppendur fá númeruð pittstæði, og bera þeim að ganga frá þeim eftir keppni. Ef það er ekki gert fær viðkomandi lið eða keppandi ekki stig úr keppninni. Brautarstjóri metur þetta og gefur liðum eða keppendum færi á að bæta ráð sitt.
(Ekkert er eðlilegra en að menn gangi eftir sig)
8. Bensínáfylling verður á sér pittstæði sem liggur meðfram brautinni.
(Eykur skemmtunina fyrir áhorfendur að halda þessu á sama stað og allir sitja við sama borð. Það á ekki að refsa mönnum fyrir að vilja keyra mótorhjól.)
9. Hver keppandi fær númerað spjald fest við hjólið eða sig sjálfan. Þegar stoppað er eftir hvern hring er spjaldið gatað. Einnig verður tímavörður. Þannig er tryggt að allir verði stoppaðir u.þ.b. jafnlengi.
(Eykur öryggi í talningu og einfaldar hana)
10. Einungis brautarstarfsmenn mega kæra keppendur.
(Til að koma í veg fyrir leiðindi eins og komið hafa fyrir)
11. Lið má tilnefna varamann en þó skulu aldrei fleiri en 4 vera fulltrúar liðsins í hverri keppni.
(Ég varð fyrir þeirri skemmilegu reynslu að brotna í fyrra vor og það getur komið fyrir aðra líka. Mér finnst annsi hart að liðið mitt þurfi að gjalda fyrir það að ég sjái ekki einhvern hnullung í svörtum sandinum við Þorlákshöfn. Hvernig væri það fótboltalið sem ekki mætti grípa til varamanna? Þetta er leyft í öðrum motorsport greinum erlendis.)
Eins og menn sjá er þetta úr öllum áttum og vonandi koma fleiri tillögur á eftir.
En ég vona að þetta geti leitt til umræðna og frjórra skoðanaskipta.
Höfundur: Kjartan Kjartansson