Vefnum var að berast grein frá íslenskum ferðalangi í Danmörku.
Nú fyrir stuttu var undirritaður í Skandinavíu í sinni sjötugustu en ekki síðustu ferð um mesta menningar pláss jarðarbúa. Það er að sjálfsögðu ekki í frásögu færandi ef ekki væri eitt sem setti mark á ferðina öðru framar. Niðri á brautarstöð í Kaupmannahöfn áskotnaðist mér eintak af Dönsku útgáfuni af BIKE. Bike er að mestu götuhjólablað sem kemur út á fjórum norðurlandatungum og kaupir undirritaður það þegar ekki er grænni taða í sjónmáli. En það sem sagt skildi er að þessu eintaki fylgdi svokallaður DVD diskur fullur af MC efni sem hafði verið tekið á Spáni er alþjóðlegur hringur MC blaðamanna var að prufukeyra öll helstu götu(keppnis)hjólinn 2002. Ducati 748R, 998R, Honda, Suzuki, Kawasaki, Yamaha ZXVTRGSXYZFSP – og Honda CBR 600 sport. Það hefur verið þrælgaman að skoða þetta efni sem teigir sig í tugi ef ekki hundruða mínútna og væntir undirritaður að þess sé að vænta að þessi tuttugu eða svo mótorhjólablöð muni fljótlega senda DVD efni frá torfæruhjólunum!!!!
Kveðja # 9,52,99.