Fyrir tæplega viku síðan fékk vefurinn neðangreinda orðsendingu. Flæktist hún á milli bréfa (týndist) og biðst vefurinn afsökunar á þeirri töf sem varð á birtingunni.
Sælir félagar! Áríðandi fundarboð vegna stofnunar VÍS, Vélhjólaíþróttafélags Suðurnesja. Þar sem til stendur að stofna félag hér á suðurnesjasvæðinu v/ brautarmála við Broadstreat óskum við eftir því við ykkur (félaga) sem skráðir eruð að fá tillögur um tímasetningu (Dagsetning og klukkan hvað) á fundinn. Staða mála er þannig, Við þurfum sem fyrst að ná saman í stjórn félagsins til að sýslumaður nái ekki að stinga málinu ofan í skúffu og læsa. Verðum tilbúnir í race næsta vor 2003! Vljum við til að sem flestir geti mætt, biðja ykkur um að senda okkur svar hið bráðasta til baka á e-mail: aronpastrana@motocross.com eða nikki@byko.is Svo ákveðum við hvað hentar bezt út frá því.
Aðalmál fundarins; Kosning stjórnar + formannskjör. Tillögur um breytingu brautar og aðstöðu vel þegnar. Félagsgjöld, umræða. Fleyri ákvarðanir teknar á fundi.
Áhugasamir um setu í stjórn eða sem formenn vinsamlegast skráið nafn, síma, e-mail og heimilisfang að neðan: ( ATH! Bezt væri ef einhver á suðurnesjum tæki að sér formannsstarfið ).