Aríð 2000 urðu miklar breytingar á Husqvarna línunni. Ég hef persónulega séð fjórgengishjólin í akstri og keppnum og fullyrði að hér eru á ferðini hjól sem skara frámúr, sérstaklega í Enduro. Heimsmeistaratitilar í endúró segja allt sem þarf að segja. Fjárhagsvandræði hafa því miður verið bölvun á fyrirtækinu og ekki sér enn fyrir endan á þeim. Paul Edmundson sem var aðalstjarna Husqvarna í fyrra hyggst því miður segja skilið við Husky og bendir allt til þess að kallinn keyri um á bláu hjóli næsta ár. Hefur hann gefið það út að flutningurinn hjá Husqvarna tengist í engu hjólunum sjálfum, heldur fjárhagsvanda Husky. Herma sögur að líklega verði keppnisliðið minnkað um helming fyrir 2003. Það gerðist svo ekki alls fyrir löngu að miklar rigningar urðu til þess að ítölsku verksmiðjurnar urðu fyrir barðinu á flóðum og tefur það framleiðsluna fyrir 2003 enn frekar. Já það á ekki af ítölunum að ganga. Þess má svo til gamans geta að á næsta ári fagnar Husqvarna 100 ára afmæli sínu. Verður ýmislegt fróðlegt gert í tilefni þess og geta áhugasamir skoðað það á heimasíðum Husky. Að lokum eru hér upplýsingar um nýjustu dísilhjólin (stolið frá ADB).
4