Hingað til hafa einungis motocross / enduro hjól verið á ísnum. Almennt séð 40-55 hestöfl. Við íslendingar lifum við tryggingaofbeldi þar sem tryggingafélögin krefjast tæplega 600þúsund króna í iðgjald á ári. Baráttan um afslátt er hörð og þeir sem hingað til hafa verið fastir á götunni eru fljótir að skila inn númerunum eftir sumarið. Hafi þeir á annað borð komið hjólinu á númer. Götuhjólið safnar síðan ryki mestan hluta ársins. Við enduro og motocross menn leggjumst aldrei í dvala. Eigendur götuhjólana þurfa nú að hrista af sér slenið og skrúfa sín 80+ hestöfl ofan í ísinn.