Mikil umferð hjólamanna hefur verið við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni um helgina sem oftar. Að sögn Stefáns á Litlu Kaffistofunni er alltaf jafn gaman að fá hjólamenn í heimsókn sem og aðra viðskiptarvini. Það er eitt sem hjólamenn þurfa samt að laga og er það að gefa ekki í og spóla grjóti á fólk og bíla sem þar eru. Þetta gerðist um helgina og að sögn Stefáns var um að ræða ungan ökumann sem eiga greinilega eftir að læra ýmislegt.
Förum varlega og sýnum tillitssemi á planinu hjá Stefáni. Hann hefur þjónustað okkur frábærlega ár eftir ár. Vinnum saman að þessu máli og þeir sem reynsluna hafa, miðlið henni til þeirra sem eru að byrja í sportinu.
Hjörtur Líklegur