Strax eftir fjórða hring kom Valdimar Þórðarsson inn í pitt með sprungið að aftan. Hafði hann tapað um einni mínútu á því að aka með sprungið í brautinni en Valdimar var þá í fjórða sæti. Fljótlega eftir að vinna hófst við að skipta um dekk komu Reynir Jónsson og síðan Sölvi Árnasson í gegnum hliðið. Við þetta féll Valdimar úr 4 sæti niður í 6 sæti.
Spennan varð það mikil að Valdimar ákvað að sleppa viðgerð og gaf allt í botn. Fór af stað með sprungið að aftan. Tapaði síðan 4,5 mínútum á næsta hring og 2,5 á þeim síðasta eða 7 mínútum í heildina og endaði hann í 12 sæti.
Ef aðstoðarmenn hans hefðu fengið að skipta um dekk og ekki verið lengur en rúmar 6 mínútur að því þá hefði hann endað í 10 sæti. Hann hefði jafnvel getað endað í 7 sæti ef aðstoðarmennirnir hefðu skipt um dekkið á innan við 5,5 mínútum. Má því draga þá ályktun að æsingurinn hafi kostað hann heil 5 sæti eða 10 stig til íslandsmeistara.