Lengi hefur verið ógerlegt að fá lán til kaupa á mótorhjólum á Íslandi en bílalán hafa verið vinsæl við kaup á nýjum bifreiðum. Nú hefur verið brotið blað í þeim málum því frá og með fimmtudeginum 28. ágúst verða slík lán fáanleg hjá Arctic Trucks, umboðsaðila Yamaha á Íslandi. Um er að ræða lán til kaupa á götuhjól um, fjórhjólum og torfærutækjum. Lánshlutfall er allt að 70% af kaup verði og er lánað til mest 5 ára. Al mennt verður lántaki að vera orðinn 30 eða 35 ára og hjólin ábyrgðar- og kaskótryggð allan lánstímann. Vext ir og lántökugjöld eru þau sömu og á sambærilegum bílalánum. Lánin eru mismunandi eftir því hvort um er að ræða kaup á götuhjóli, torfæruhjóli eða fjórhjóli. Þannig er t.d. lánshlut fallið mest við kaup á götuhjóli en minnst við kaup á torfæruhjóli. Arctic Trucks verður með hjóla daga sem opna á morgun og þar verða nýjustu gerðir Yamaha kynnt ar og auk þess nýju lánamöguleikarnir.