Nýr SUPERSPORT verður að vanda frumsýndur í kvöld kl. 21.55 á PoppTíVí. Í þættinum verður sýnt frá fyrra mótinu í Motocross-Torfæru sem KKA hélt á Akureyri í Júní. Troðfullur pakki af krössum, dettum, dýfum og brjálæði. Valdi Pastrana sýnir freestyle stökk, t.d. “no hand // no feet // no brain”-stökkið. Hápunkturinn verður síðan fyrsta opinbera tilraunin á Íslandi til að stökkva BACKFLIP, en Stjáni Skjól frá Akureyri gerði mjög svo heiðarlega tilraun til þess. Sýningatímarnir eru sem fyrr: Fim. + Fös. + Mán. kl. 21.55, Lau. kl. 19 og Sun. kl. 23 á PoppTíVí.
SUPERSPORT er í boði Honda á Íslandi, Bernhard ehf. Bjarni og Jói Bærings