Diskurinn kemur fyrir helgi

Stimpilhringirnir eru að gefa út sinn fyrsta geisladisk en gert er ráð fyrir hann verði kominn í flestar hjólaverslanir um helgina. Nánari upplýsingar um hvar hægt verður að nálgast diskinn berast síðar.

VÍK stendur að útgáfunni og fer allur ágóði til styrktar félaginu. Stimpilhringirnir samanstanda af Heimir Barðarsson á bassa, Þorvarður Björgúlfsson á gítar, Þorsteinn Marel á rafmagnsgítar og Jón Bjarnarson lemur húðirnar. Diskurinn verður seldur á 1900 krónur og gefinn út í takmörkuðu upplagi.

Stefnt er að því að halda útgáfupartý Stimpilhringanna næstkomandi föstudag og mun tilkynning berast síðar um staðsetningu. Með diskinum fylgir vegleg textabók en diskurinn er silfurlitaður eins og sannur stimpill.

Skildu eftir svar