Í mínum huga er þetta ekki spurningin um það hvort einhverjar reglur stangist á við aðrar reglur sem hugsanlega gilda ekki nema stundum og þá aðeins ef viðkomandi er meðlimur hér eða þar..! Þetta er einfaldlega spurning um hvað mönnum finnst rökrétt eða sanngjarnt og síðan verði reglurnar látnar endurspegla það. Málið er skýrt í mínum huga; Allir eiga að hafa möguleikann á að taka þátt í hvaða móti sem er og þá eðlilega geta allir sem á annað borð fá að keppa unnið viðkomandi keppni. Gefi viðkomandi keppni stig til Íslandsmeistara titils þá eðlilega fá ekki aðrir slík stig nema þeir sem á einhvern hátt teljast til Íslendingar – t.d. vegna langrar búsetu eða annarrar varanlegrar tengingar við landið. Hér nægir ekki að vera „íslandsvinur“. Hér þarf náttúrulega að setja einhver skynsamleg mörk fyrir því hvenær menn hætta að vera „íslandsvinir“ og teljist til Íslendinga. Sumir kynnu að heimta ríkisborgararétt og aðrir láta sér nægja skilgreininguna „þriggja ára samfeld búseta“. Málið er bara að um titilinn séu að keppa menn og konur sem hafa haft svipaða möguleika á að þróa sína færni í íþróttinni og standi því uppúr sem þeir bestu meðal jafningja. Hvernig litist mönnum annars á ef árlega kæmu hingað rússneskir fimleikamenn og notuðu íslandsmótið til æfinga og tækju svo með sér Íslandsmeistaratitilinn í fimleikum með sér til Rússlands á hverju ári! ?? Vissulega nauðsynleg lyftistöng fyrir íþróttina en ég efast um að menn myndu sætta sig við þetta til frambúðar!
Kær kveðja / Best regards,
Einar Sverrisson