Everts á Yamaha vann bæði mótoin og hefur nú unnið 8 af 16 mótoum ársinns og unnið 4 keppnir overall. Kallinn er nú með 88 stiga forystu þegar mótið er hálfnað. Annar um helgina var Coppins á Hondu og þriðji Steve Ramon á KTM.
Pichon á Hondu var óheppinn eftir að vera sá eini sem hélt í við Everts og endaði fyrra mótoið í öðru sæti, þá braut hann frambremsuna í því seinna og varð að hætta keppni, verulega svekktur á heimavelli og í banastuði.
Í MX2 vann Tyla Rattray á KTM, annar varð Mickael Maschio á Kawasaki og þriðji Alessio Chiodi á Yamaha. Ben Townley KTM sem leiðir keppnina vann fyrra mótoið og Stephen Sword á Kawasaki sem er í öðru sæti, varð þriðji í fyrra mótoinu, en þeir duttu báðir úr keppni í því seinna.