Ég verð að taka undir orð þeirra Guðjóns og Lopa um að leyfa útlendingum að keppa í mótaröðunum hjá VÍK. Þessu til staðfestingar vil ég nefna að í hinni miklu Ameríku kunnu þeir ekkert í motocross fyrr enað evrópubúar fóru að keppa þar fyrir 20-30 árum og er árangurinn góður eins og mátti sjá á SÝN í vetur.
Hitt er annað mál að ef reglurnar um Enduro eru lesnar vel stendur þar að það sé aðeins einn Íslandsmeistari í Enduro og annað er flokkameistarar.
Ef við bönnum útlendingum að keppa á Íslandi ætti að vera bannað fyrir Íslendinga að keppa erlendis, og fyrir þá Íslendinga sem unnið hafa til verðlauna erlendis ættu þeir að skila verðlaunum sínum til rétthafa og Kjartan að rukka útlendingana um þau verðlaun sem þeir hafa unnið sér inn á Klaustri og koma þeim til Íslendinga. Sjálfur hef ég verið keppnisstjóri í yfir 25 mótorhjólakeppnum síðan 1988 bæði götuhjólakeppnum og endurokeppnum og nokkrir útlendingar verið á meðal keppanda og var það bara hið besta mál.
Með kveðju Hjörtur Líklegur.
Ps. Hitler var vondur maður og ein af aðalástæðum þess að hann hataði gyðinga og svertingja svona mikið var velgengni þeirra í íþróttum. Ekki vaða út í vanhugsaða ákvörðun og láta kalla VÍK „Nasistaklúbbinn VÍK“ leyfum útlendingum að vera með og lærum af þeim í leiðinni.