Við forsvarsmenn Team Suzuki undirbjuggum keppnistímabilið í vetur og vor. Við erum svo heppnir að hafa marga mjög unga og efnilega ökumenn í liðinu. Við gerum okkur grein fyrir því að því fyrr sem þessir ungu mennfá leiðsögn því betri ökumenn koma þeir til með að verða í framtíðinni. Frisk þjálfar nú í dag þrisvar í viku 20 unga stráka (+1 gamlan sleða). Einnig mun hann þjálfa 10 ökumenn á Akureyri. Það hefur vantað til þessa að motocross ökumenn æfi íþróttina líkt og aðrir íþróttamenn undir stöðugri leiðsögn. Suzuki umboðið styður verkefnið ríkulega með því að lána hjól, borga flugferðir. Forsendan fyrir því að þeir styðji framtakið er hann geti keppt í Íslandsmótinu. Án þeirra hjálpar er verkefnið nánast vonlaust.
En VÍk auglýsir að keppt sé eftir reglum MSÍ þá verða þeir að standa við það. Það er ekki hægt að breyta því. Það er ekki hægt að gera okkur það sem stöndum í keppni og vinnum að undirbúning fyrir keppnistímabilið að reglum sé breytt eftir að keppni er hafin. Eins og Aron bendir á þá kemur fram undir reglum á motocross.is að þau skilríki sem menn þurfi að framvísa séu FIM skirteini sjá http://www.motocross.is/old/keppnir/reglur/pappirarogskilriki.html ég sendi hér með sem við hengi afrit af FIM skirteini Frisk.
Topp ökumenn landsins hafa gjarnað kvartað undan því að þeir fái ekki næga keppni flestir þeirra hafa líst ánægju sinni á því að Frisk keppi til Íslandsmeistara. Bæði Ragnar Ingi Stefánsson (Raggi), Viggó Örn Viggóson og Reynir Jónsson sem eru nokkrir af bestu ökumönnum okkar hafa líst stuðning sínum við að hann fái að keppa til Íslandsmeistara.
Það er rangt hjá Kalla að það sé ekki fjallað um þáttöku erlendra keppenda í reglum MSÍ. Eins og Aron benti á þá er handhöfum FIM skýrteina heimil þáttaka. Einnig er það ljóst að það verður keppt eftir reglum MSÍ í sumar en ekki ÍSÍ. Það er út í hött að halda því fram að það hafi einhver áhrif á stofnun sérsambands vélhjólamanna innan ÍSÍ að það sé leyfilegt að útlendingar taki þátt í Íslandsmóti á vegum MSÍ. Og er nú allt í einu það orðið bannað sem stendur ekki að sé leyfilegt ? Einnig er það svo að það eru félagar í öðrum félögum en VÍK að keppa á Íslandsmótinu. Ekkert af þessum félögum er orðið aðili að ÍSÍ (hvað þá heldur ÍBR) og samkvæmt lögum ÍSÍ mega ekki aðrir taka þátt í Íslandsmóti en félagar í aðildarfélögum ÍSÍ. Eigum við þá að dæma þá alla úr leik líka ? Það er sjálfsagt að klára sumarið á þeim nótum sem það hefur verið hafið. Við erum að keppa eftir reglum MSÍ og þó svo að einhverjir sjái eitthvað í reglum ÍSÍ sem hentar þeim betur en MSÍ reglurnar þá geta þeir bara ekki tekið bestu molana úr konfektkassanum og sleppt þessum vondu. Það er annað hvort allt eða ekkert. MSÍ reglur eða ÍSÍ reglur.
Þór Þorsteinsson