Yamaha 2 stroke með álstelli 2005

Yamaha afhjúpaði opinberlega 2005 línuna í YZ
motocrosshjólunum í Las Vegas nýlega og orð kvöldsinns voru
“ 2 stroke“2005 fær YZ125 og 250 mesta athygli. Hvað ætluðu þeir að gera?

Þeir ætla að gera þau samkepnishæfari gagnvart 4 stroke
hjólunum, og til að gera það léttu þeir hjólin enn meir og
gerðu þau kraftmeiri.

YZ125

Bæði 125 og 250 hjólin fá álstell og alveg nýjan mótor. Bæði hjólin eru sögð léttari og kraftmeiri enn eldri hjólin. Yamaha heldur því fram að 125 hjólið sé 4.5 kílóum léttara og 250 hjólið 3.6 kílóum léttara.Yamaha gáfu það líka út að þeir hafa EKKI í hyggju að falla frá framleiðslu á 2 stroke hjólunum í náinni framtíð.

YZ250
Hvorki YZ250F eða YZ450F  2005 tóku  miklum breytingum, en Yamaha segir að það litla sem þeir gerðu, geri gæfumuninn. Þau fengu ekki álstell, en þeir lögðu töluvert á sig til að gera 450 hjólið meðfærilegra og með mýkra power.

YZ450F

Skildu eftir svar