KTM hefur gefið út hverjir skipa Red Bull KTM liðið á næsta tímabili í USA. Það verða Nathan Ramsey, Josh Hansen, Ryan Mills, Jay Marmont og Mike Alessi sem allir munu aka 250F hjólum í 125 flokknum í SX og MX 2005, nema Alessi sem mun taka þátt í MX 2005 og svo báðum mótunum 2006. “ Við byrjum alveg með hreint borð. Við erum með glænýtt lið í Supercrossið og Motocrossið sem lætur að sér kveða á næsta tímabili. Þetta eru ungir, ákafir og einbeittir strákar sem við erum mjög stoltir af að hafa í Red Bull KTM Race liðinu“ sagði Larry Brooks liðstjóri á blaðamannafundinum.