Ben Townley KTM og Mickael Pichon Honda eru sigurvegarar í fyrsta Suður
Afríku GP síðan 1985.
Townley á KTM vann sinn níunda O/A sigur á tímabilinu eftir að hafa
klárað 1-1 í MX2 flokknum. Pichon á Hondu vann fyrra mótoið í MX1 og over
all, en Choppins á Hondu vann síðasta móto ársinns.
Stefan Everts kláraði annar í fyrra mótoinu, en í því síðara lenti
hann í samstuði við Pichon og datt, Everts hætti þá keppni. Everts sem
er áttfaldur heimsmeistari, brást hinn versti við og gékk yfir að
næstu beygju og kastaði gleraugunum í Pichon þegar hann fór framhjá í
svekkelsiskasti.
Choppins sem vann mótoið sagði: Pichon tók Everts út og ég sá gult
flagg, þá sá ég Everst standa á brautinni og reyna að taka Pichon út.
Ég rétt slapp við að lenda í árekstri við Pichon.
Það voru svo Choppins á Hondu og Steve Ramon á KTM sem fóru á pall
með Pichon, en Everts lenti í áttunda o/a. Ramon og Strjibos voru jafnir
að stigum, en Ramon endaði tímabilið í fjórða sæti.
Fyrra mótoið í MX2 getur flokkast undir eitt það besta á
tímabilinu. Townley á KTM náði snemma forystu, en var hundeltur af
Rattray á KTM og Sword á Kawasaki. Frábært race, en gírkassinn hjá
Sword klikkaði og Townley náði að halda forystu til loka og vann
tuttugasta mótoið á tímabilinu.
Í seinna mótoinu var það Antonio Cairoli á Yamaha sem var í keppni
við Townley, en Townley náði 3 sek forystu og hélt henni. Rattray varð
svo þriðji.
O/A varð staðan þannig að Towley varð fyrstur á KTM, #2 Rattray á KTM
og #3 Cairoli á Yamaha. Þetta urðu einnig lokaúrslitin í MX2 flokknum
og í MX1 varð lokastaðan að Everts á Yamaha varð meistari, annar varð
Pichon á Hondu og þriðji Choppins á Hondu.