Ég hef verið að lesa bók Njáls er ber heitið Þá riðu hetjur um héruð og ber nafn með sóma. Þarna er sagt frá fyrsta endurotúrnum sem var frá Reykjavík til Hafnafjarðar og tók 19 mín. Einnig er góð lýsing á mótorhjólakeppni sem haldin var 1941 og voru keppendur 120. Oft hefur verið talað um hetjusögur mótorhjólamanna, en í þessari bók eru hetjusögurnar svo margar og ótrúlegar að unun er að lesa (meðal annars fyrstu ferðir yfir Kjöl, Kaldadal og fl. Einnig virðist þarna vera lýsing á fyrsta freestyle stökkvaranum á Íslandi þegar Guðmundur Ágústsson kom akandi að brú sem var fallin og bara stökk yfir til að komast leiðar sinnar. Þetta er bók sem enginn mótorhjólamaður getur verið án og verður að vera til á hverju mótorhjólaheimili.
Til hamingju Njáll og takk fyrir góða bók Hjörtur Líklegur.