Salminen vinnur fyrstu umferð GNCC

Finninn Juha Salminen á KTM, margfaldur heimsmeistari í enduro, gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu umferð GNCC um helgina. Það var hörkubarátta milli Salminen og liðsfélaga hans

hjá KTM Mike Lafferty og nýjasta liðsmanns Suzuki Glenn Kearney. Framan af keppninni leiddu Doug Blackwell, Chuck Woodford og Shane Watts. “ Það er frábært að byrja á að vinna, en ég vissi ekki á hverju ég ætti von. Ég hef aldrei keppt við þessa ökumenn áður. Brautin var erfið og ég reyndi nokkrum sinnum að auka forystuna, en gerði þá alltaf mistök. Svo loks tókst mér að ná góðu forskoti. Ég var aðeins taugaóstyrkur til að byrja með, en nú er ég bara kátur “ sagði Salminen

{mosimage}

Skildu eftir svar