Sýnið þolinmæði við Kleifarvatn og Þorlákshöfn!

Að gefnu tilefni vill stjórn VÍK beina því til allra hjólamanna að stranglega bannað er að hjóla í námunda við Kleifarvatn og á Sveifluhálsinum.  Stjórn VÍK hefur sent erindi til Grindavíkurhrepps þar sem óskað er eftir bráðabirgðaakstursleyfi á ákveðnu afmörkuðu svæði við Kleifarvatn.

Við viljum því vinsamlegast biðja menn um að hafa biðlund meðan það mál er afgreitt og skemma ekki fyrir viðræðunum.

Sömuleiðis er verið að vinna í samningi við Sveitarfélagið Ölfus um svæði við Litlu kaffistofuna og við Þorlákshöfn og því sömuleiðis algjört lykilatriði að menn séu ekki að hjóla þar í óþökk landeigenda. Nánari frétta af þessum málum er að vænta á næstu dögum. Stjórn VÍK

Skildu eftir svar