Hafnarfjarðarbær heldur í sumar Lista og menningarhátíðina "Bjartir Dagar" dagana 1.-16. Júní.
Af því tilefni hefur komið upp sú hugmynd að halda mótorhjólasýningu á vegum AÍH/VÍH þann 11. júní í samvinnu við SjóváAlmennar á svokölluðum "Sjóvádegi"
Við hjá stjórn VÍH / AÍH höfum því ákveðið að óska eftir því að fá alla mótorhjólamenn og konur í
Hafnarfirði til að ljá okkur lið þennan dag, "þ.e. þeir sem ekki standa í keppni þann
11.Júní" og mæta með hjól sín á sýningu sem haldin verður í sambandi
við Sjóvádaginn. (Nánar auglýst síðar)
Ekki hefur enn verið ákveðið með staðsetningu og fyrirkomulag, en við
þurfum allavega að kanna hug manna/kvenna á því að taka þátt í svona
sýningu, svo þess vegna leytum við eftir því að fá áhugasama menn og
konur í Hafnarfirði, sem eiga allt frá Barnamótorhjólum upp í stærstu
götuhjól (Gömlum sem nýjum) Motocrosshjól og bara allar týpur og
gerðir, að veita okkur, bæjarbúum og gestum þá ánægju að sjá þessa
glæsigripi alla samankomna á einni stórri glæsilegri sýningu Bjartra
daga í Hafnarfirði þann 11. Júní næstkomandi.
Sýnum hversu stór hópur við erum hér í firðinum og mætum öll með hjólin okkar og sýnum þau í sínu fínasta.
Áhugasamir vinsamlegast skrái sig og hjól sín á e-mail hjá nikki-o@mmedia.is fyrir 6. Maí næstkomandi.
Vinsaml. skráið nafn, kennitölu, e-mail og símanúmer viðkomandi, og eins tegund hjóls og árgerð.
Kveðja,
F.H. Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar / VÍH.
Nikulás S. Óskarsson. (Nikki)