Laugardaginn 30. apríl, kl. 13-17, stendur Umhverfisstofa fyrir málþingi um akstur utan vega. Flutt verða erindi sem snúa að löggjöfinni, ástæðum fyrir utan vega akstri, afleiðingum utan vega aksturs og flokkun vega, svo eitthvað sem nefnt. Í lokin verða
pallborðsumræður sem Landvernd stýrir. Umhverfisnefnd VÍK mun senda sinn fulltrúa á svæðið til að halda uppi vörnum ef þess gerist þörf.
VÍK hvetur alla til að skreppa á Reykjanesið snemma á laugardagsmorgun, taka léttan enduro hring og mæta svo eftir hádegi á málþingið. Sýnum lit og látum til okkar taka.
Nánari upplýsingar eru að finna á vef Umhverfisstofnunar
Umhverfisnefnd