{mosimage}
Salminen á KTM var í miklu stuði, hann náði startinu, stakk af og enginn náði honum eftir það og hann sigraði með tæplega þriggja mínútna mun. Aðal baráttan var um annað sætið milli liðsfélagana Barry Hawk, Jason Raines á Yamaha og Glenn Kearney á Suzuki. Eftir að hafa skipst á öðru sætinu allan daginn lauk þessu þannig að Raines og Hawk náðu öðru og þriðja sætinu, en Kearney því fjórða. Hinns vegar kom það í ljós að í öllum hamagangnum hafði Raines stytt sér leið og var
dæmdur niður um þrjú sæti, þannig að Hawk og Kearney urðu númer tvö og þrjú.
Ástralinn
Kearney á Suzuki er að koma verulega sterkur inn og sagðist hafa verið
mjög ánægður með hvernig hann ók keppnina. " Ég var í hörku baráttu við
Raynes og Hawk, og þegar við vorum hálfnaðir inn í keppnina sá ég hvar
Raynes tók svindl línuna sína. Rétt á eftir fór Hawk fram úr mér. Ég
náði þeim aftur og komst í annað sætið, en svo þegar ég var að hringa
einn í drullupitti, rappaði hann svoleiðis yfir mig að gleraugun
eyðilögðust og ég var í vandræðum með að sjá til. Ég hleypti þá Yamaha
drengjunum fram úr og við að reyna að ná þeim aftur og sjá ekki neitt,
missti ég framdekkið og datt."
Salminen er nú með 136 stig, Kearney er í öðru sæti með 93 og Hawk í þriðja með 89.