Ég drakk morgunkaffið mitt með honum Stefáni á Litlu Kaffistofunni á sunnudagsmorgun. Hann sagði mér að það væri svolítið vandamál með nýja menn í sportinu hversu mikið þeir spóla á planinu innan um bíla og fólk, en af þessum sökum
hafa orðið skemmdir á bílum og Litlu Kaffistofunni sjálfri. Gætum þess í framtíðinni að fara varlega og rólega í næsta nágreni við Litlu Kaffistofuna. Þess má geta að það er nánast eingöngu fyrir mótorhjólamenn og konur að Litla Kaffistofan er að selja 98 oktan bensín. Ef Stefán verður fúll getur farið svo að þar verði eingöngu selt ónýtt bensín (95 oktan), en Stefán hefur þjónustað mótorhjólamenn frábærlega undan farin ár. Þetta er því hagur allra. Hjörtur Líklegur.