Tilkynning Enduro nefndar, Enduro á Hellu

1. og 2. umferð Íslandsmótsins í Enduro fer fram á
nýju keppnissvæði við Hellu laugardaginn 14. maí. Keppt verður á sama svæði og
torfærukeppnirnar eru haldnar á Hellu. Beygt er til vinstri af þjóðvegi 1 rétt
austan við Hellu inná veginn sem liggur að Gunnarsholti, beygt er af þeim vegi til hægri inn
að gryfjunum u.þ.b. 1,5 km frá þjóðvegi 1.

Keppnissvæðið er sandur og möl í 3 gljúfrum ásamt
töluverðum grasköflum. Leitast verður til að


 leggja
brautina sem fjölbreyttasta.
Brautarlagning fer fram á sunnudaginn 8. maí. og er öllum keppendum velkomið að koma og hjálpa til,
þeir sem mæta fyrir kl: 12:00 og hjálpa til við brautarlagningu fá að keyra 1 hring í hvora
átt í lok dagsins. ATH. að ekki er keyrður prufuhringur á keppnisdag.

Með góðri samvinnu við Flugbjörgunarsveitina á
Hellu hefur fengist leyfi hjá Landgræðslu Ríkisins um að fá að nota svæðið fyrir þessa keppni. ALLUR
AKSTUR Á SVÆÐINU ER BANNAÐUR fyrir og eftir þennan eina keppnisdag. Þeir einstaklingur
sem virða ekki bannið verða kærðir til lögreglu.

Viðræður eru í gangi við sveitarfélagið um að fá
þetta svæði til framtíðarnota fyrir hjólamenn og hefur ferðamálafultrúinn (Eymundur) og
heimamaðurinn Guðni Kristinsson ásamt fulltrúum Flugbjörgunarsveitarinnar verið að skoða þau mál. Á
meðan að þessi vinna er í gangi er mikilvægt að við hjólamenn virðum bann við notkun
svæðisins.

Hér eru sérreglur og tímatafla fyrir Hellu 2005

með kveðju,
Enduro nefnd VÍK

Skildu eftir svar