Endúró keppnin verður haldin á Föstudags kvöldið 8.júlí kl. 20:00 – mæting keppenda kl. 19:00. Ekið verður í 1 x 1,5 klst í gífurlega krefjandi braut rétt innan við bæinn. Motocross keppnin verður haldin á Laugardeginum kl 12:00 – mæting keppenda kl 10:00 í MX brautinni við flugvöllinn.
Öll hjól þurfa að vera skráð og tryggð, keppendur hafi með sér tryggingaviðauka í öryggisskoðun og gangi jafnframt frá keppnisgjöldum þá. Þáttökugjald er kr. 3.000,- fyrir hvora grein en pakkinn fæst á kr. 5.000,- keppi menn í báðum greinum. Skráning stendur til miðnættis miðvikudaginn 6.júlí. Hægt er að skrá sig hér á vefnum undir Mót & þáttaka > tilkynna þáttöku, eða í síma 894-5612 – Kristinn og 898-3354 – Helgi og veita þeir einnig allar frekari upplýsingar um keppnirnar. Aðgangseyrir fyrir 12 ára og eldri er kr. 500.- á laugardags keppnini en frítt inn fyrir alla á föstudagskvöldið.