BT Motocrossið á Selfossi ! Aðeins þeir bestu á landinu

Þann 25. júní verður haldin rosaleg motocrosskeppni á Selfossi.  Aðeins verður einn flokkur “ ÞEIR BESTU Á ÍSLANDI” og verður fyrirkomulagið einfallt og fyrst og fremst hugsað sem flott show fyrir áhorfendur.  Byrjað verður á því að keyra riðil þar sem 13 bestu 25 ára og eldri keppa, strax þar á eftir verður keyrður riðill þar sem 13 bestu  24 ára og yngri keppa.  Fimm fyrstu úr hvorum riðli fara beint í úrslit en þar á undan verður keyrður

 stuttur riðill þar sem þeir sem ekki komust áfram hafa síðasta séns, fimm fara upp úr honum.

Keppnin er hluti af stórhátíð sem haldin er á Selfossi ár hvert “Sumar á Selfossi”
Flott verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið.

Tímaskrá fyrir keppendur:

 

 

 

 

 

 

Tímadagskrá

 

 

 

 

11:00

Mæting

11:00

12:00

Skoðun

12:10

12:30

Æfing – upphitun

13:00

13:30

Moto 1. 25 ára og eldri

13:40

14:10

Moto 2. 24 ára og yngri

14:30

15:00

Síðasti séns

15:30

15:50

Úrslit

 

16:00

Verðlaunaafhending í boði BT !!!!!!!!!

 

 

 

 

 

 

Moto 1 og 2 verður 15.mín + 2.hringir

Síðasti séns 10.mín + 2.hringir

Úrslit 15.mín + 2.hringir

 

 

 

 

 

 

Styrktaraðilar mótsins eru BT Tölvur, Túnþökusala Þorvaldar, Pizza 67, Verktækni, Ræktunarsamband Flóa og skeiða og Árbygg.

 

 

 

Skildu eftir svar