Íslandsmótið í motocross hefst á morgun

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í motocross fer fram í Ólafsvík á morgun.  Ragnar Ingi Stefánsson, núverandi Íslandsmeistari og keppnismaður Honda liðsins mun mæta ferskur til leiks á útboruðu og sérstilltu Honda CRF 450 keppnishjóli með sérhannaða keppnisfjöðrun.  Róður hans að sigri gæti þó orðið óvenju þungur að þessu sinni því Bandaríkjamaðurinn Brent Brush mun keppa fyrir Yamaha liðið og Ed Bradley frá Bretlandi er

 mættur til landsins til að styrkja KTM liðið.  Brent og Ed munu verja sumrinu á Íslandi vegna mótorkross kennslu sem þeir sjá um og þátttaka þeirra í Íslandsmótinu mun setja skemmtilegan svip á sumarið og gera mótaröðina mjög spennandi.  Mótið fer fram í einni glæsilegustu mótorkrossbraut landsins sem framsæknir heimamenn hafa byggt upp síðustu ár, en þessi krefjandi sandbraut státar meðal annars af stærsta stökkpalli landsins.  Hver fer með sigur af hólmi kemur í ljós á morgun en mótinu verður gert skil í sérstökum Motocross þætti á Stöð 1 (RÚV), í fréttum Stöðvar 2, í Olís-sport á SÝN, í jaðarsportþættinum SUPERSPORT á PoppTíVí, á Bylgjunni og í bílablaði Morgunblaðsins að viku liðinni auk þess sem úrslit, umfjöllun og myndir koma að sjálfsögðu beint á vefinn.
Bjarni Bærings
{mosimage}

Skildu eftir svar